Um okkur

Kringlubazaar – Kringlan 4-12 – Þriðja hæð, bíógangur.

Símanúmer 571-7022 Hér fyrir neðan er hægt að lesa skref fyrir skref hvernig þetta virkar hjá okkur Hvernig á að bóka bás?Til þess að geta bókað bás þarf að vera innkráður. Einnig er hægt að nýskrá hér með email og lykilorði. Gott er að velja lykilorð sem þú mannst svo þú getir notað það til að skrá þig inn í tölvurnar hjá okkur.Næst velur þú að Bóka bás. Í fyrsta skrefi velur þú dagsetningu sem hentar þér, ásamt því að velja hvort þú viljir vera í 7 , 14 , 21  eða 28 daga, einnig geturðu gefið bókunina lýsingu eða heiti, og velur að halda áfram.


Næst, birtist kort af bása-uppsetningu þar sem þú getur þú valið þér hvaða bás þú vilt vera í. Kortið sýnir m.a. staðsetningu og tegund. Einnig hægt að hvort bás sé laus eða frátekin..


Básakortið er flokkað eftir eftirfarandi litum:

 • Grár litur eru lausir barnabásar

 • Blár litur eru lausir fullorðinsbásar

 • Rauður litur eru bókaðir básarEftir að þú hefur valið þér bás , þá verður hann grænn og ýtir þú þá á áfram neðst á síðunni.Í næsta skrefi, getur þú valið þér auka þjónustu, svo sem auka límmiða, aðgang á stóra svæðinu fyrir td kerrur og vagna eða dagleg þrif. Og haldið áfram. Að lokum velur þú greiðsluleið og staðfesting á skilmálum.


Eftirfarandi greiðsluleiðir eru í boði:

 • Greiða með korti

 • Fá greiðslufrestur

 • Greiða með punktum/inneign


Þegar valið er að greiða með punktum/ inneign, birtist núverandi staða á punktum. Athugið til þess að eignast punkta er hægt sækja um útborgun í formi inneignar sem er síðan hægt að nota til að bóka bás, eða versla í vefverslun


Þegar valið er greiðslufrestur er básaleigan dregin af hagnaðinum í lokin þegar þú sækir um útborgun.                                                                                         Athugið


Ef valið er að greiða með greiðslufrest en viðkomandi mætir ekki á réttum degi, eða síðasta lagi 2 tímum fyrir lokun búðarinnar þá höfum við þann rétt á því að senda viðkomandi greiðsluseðil í heimabanka fyrir básaleigunni.

Til að setja inn afsláttarkóða, þarf að velja að greiða með korti, og þá mun birtast hnappur til að skrá inn afsláttarkóða
Hvernig á að setja inn vörur?


Virkar bókanir er hægt að nálgast undir Mínar bókanir. Þar velur þú græna takkan Vörur.

Þar skráir þú inn hverja einustu vöru sem þú ætlar að selja með því að skrá heiti , lýsingu og verð ásamt því að velja réttan vöruflokk fyrir vöruna.

Gott er að reyna að vera eins lýsandi og hægt er við hverja vöru, svo hægt sé að þekkja vöruna af lýsingunni einni.Afsláttur

Hægt er að setja afslátt á básinn sinn. 25% , 50% og 75%


Þú gerir það með því að velja Reikna afslátt.


Það verður að láta okkur vita ef þið ætlið að setja afslátt svo við getum sett upp merkingar á básinn hjá ykkur.Athugið


Við seljum ekki vörur sem hafa ranga lýsingu af öryggisástæðum. Þ.e a s. ef vörulýsing og heiti stemma ekki við vöruna sjálfa.


T.d. Ef vara, svört 66Norður úlpa í stærð 140 er skráð sem bleik MOLO úlpa st 68, munum við ekki selja þá vöru, heldur taka hana til hliðar. 


Áður en þú kemur upp í búð til okkar er best að skrá inn allar vörurnar þínar heima
Vörumynd

Hægt er að setja myndir við hverja vöru og mælum við hiklaust með því, þar sem hægt er að versla í vefverslun hjá okkur. 


Þú bætir við myndum með því að skrá fyrst inn vöruna. Ýtir síðan á vista og þá birtist varan fyrir neðan hjá þér. 


Þar getur þú ýtt á Breyta , Eyða eða Vörumynd. 


Með því að velja Vörumynd getur þú bætt við mynd af vörunni annað hvort frá gallery eða tekið nýja mynd. Mundu bara að bíða eftir að það komi Aðgerð tókst áður en þú lokar glugganum.


Hvernig á að setja upp bás?


Þú mátt koma 2 tímum fyrir lokun deginum áður en bókun þín hefst til að setja upp básinn þinn. 
Prenta strikamerki

Þú prentar strikamerkin í okkar tölvum þegar þú kemur til okkar niður í búð. Það fylgja 64 límmiðar frítt með hverri bókun.


Þú byrjar á því að skrá þig inn á þitt svæði, velur Mínar bókanir , ferð í Vörur og þar velur þú Prenta strikamerki. Þar hefur þú valkost til að Prenta strikamerki eða Prenta öll strikamerki. 


Með því að velja Prenta öll strikamerki , þá prentar þú út öll strikamerkin


Með því að velja Prenta strikamerki, þá prentar þú bara þau strikamerki sem þú hefur ekki prentað út áður, td ef þú ert að koma og fylla á básinn þinn. Merkja vörurnar

Þú færð merkimiða hjá okkur og fylgja 64 miðar frítt með hverri bókun. 


Þegar þú hefur prentað út strikamerkin þín, þá límir þú þau á merkimiðana okkar.


Síðan notar þú merkibyssu sem við erum með á staðnum, til að festa miðana í flíkurnar þínar. 


Best er að stinga í þvottamiðana / merkimiðana eða þá í saumana svo ekki komi gat í flíkina.                             Athugið


Passa þarf að merkja allar vörur vel og vandlega og að rétt lýsing sé við hverja vöru. 


Það getur reynst erfitt fyrir okkur að finna út hver á hvaða vöru ef hún er ekki merkt og endar hún þá í óskilamunum.

Þjófavarnir

Þjófavarnir fylgja frítt með og getur þú sett í allar vörur sem kosta meira en 1500kr.


Við erum bæði með þjófavarnir til að stinga í flíkur, og lykkjur til að nota fyrir töskur, skó og aðra hluti sem ekki er hægt að stinga í. 


Við viljum samt minna fólk á að ekki stinga þjófavörnum í þvottamiða / merkimiða, þar sem hægt er að rífa þá af, heldur stinga þeim frekar í gegnum flíkina.


Einnig erum við með læstan glerskáp sem hægt er að geyma dýrari vörur í. 

Stærða merkingar

Við erum með litaðar perlur sem segja til um hvaða stærð flíkin er og setur þú perlurnar ofaná herðatrén.
Barna stærðir og litir eru: 


 • Blár:  50 - 68 (0 - 6 mánaða)

 • Grænn: 74 - 80 (6 - 12 mánaða) 

 • Rauður: 86 - 92 (1,5 - 2 ára)

 • Hvítur: 98 - 104 (3 - 4 ára)

 • Gulur: 110 - 116 (5 - 6 ára)

 • Peach: 122 - 134 (7 - 8 ára)

 • Svartur: 140+
Fullorðins stærðir og litir eru:


 • Gulur - XS / S

 • Rauður - M

 • Grænn - L

 • Blár - XL / XXL
Við mælum hiklaust með að perlumerkja allar flíkur þar sem margir leita bara eftir sínum lit og er alltaf meiri sala hjá þeim básum sem eru vel perlumerktir. 
Herðatré

Herðatré fylgja frítt með hjá okkur og biðjum við fólk um að vinsamlegast ekki koma með sín eigin.

Hvernig á að taka niður bás?Þegar básaleigunni þinni líkur þarf básinn þinn að vera orðinn tómur 2 klst fyrir lokun á síðasta degi bókunar.


Vinsamlegast láttu okkur vita áður en þú byrjar að taka niður básinn þinn!


Þú tekur allar vörur af herðatrjánum og kemur með þær til okkar svo við getum tekið af þeim þjófavarnirnar ásamt því að skoða miðana við hverja flík.


Athugið

Ekki taka miða af flíkunum áður en þú kemur með þær til okkar! Ómerktar flíkur fá ekki að fara út úr húsinu.Vinsamlegast komið með ykkar eigin poka / töskur fyrir flíkurnar þar sem við höfum ekki svarta ruslapoka á svæðinu.


Ef þú kemst ekki til þess að taka niður básinn þinn á réttum tíma er ekkert mál að hringja í okkur í síma 571-7022 og biðja okkur um að taka niður fyrir þig. Við rukkum 2000kr fyrir það að taka niður. 


Ef við heyrum ekkert frá ykkur og við neyðumst til að taka niður básinn ykkar þurfum við að rukka 4000kr fyrir það. 


Við geymum þær vörur sem ekki eru sóttar í 5 daga og kostar hver dagur auka 1000kr 


Eftir 5 daga gefum við þær vörur sem eru ósóttar til góðgerðar.Óskilamunir


Þær vörur sem eru ekki merktar eru settar í óskilamuni. 


Við setjum dagsetningu á vöruna þegar hún finnst og geymum við þær í óskilamunum hjá okkur í 14 DAGA.


Eftir það verður hún gefin til góðgerðamála.


Við mælum því með að allir básaleigendur séu duglegir að koma reglulega og kíkja í óskilamuni og sjá hvort að það leynist ekki einhver flík frá þeim þar. 


Ef varan þín finnst eftir að þú hefur tekið niður fer hún líka í óskilamuni og er því alltaf gott að koma eftir að þú hefur tekið niður til að sjá hvort að einhverjar vörur hafi fundist frá þér og endað í óskilamunum.

  


                                           Hvernig fæ ég borgað?


Þú sækir um útborgun inná þínu svæði með því að fara í Mínar bókanir og velja Útborgun.Þar hefur þú tvö valkosti. Þú getur annað hvort fengið greitt með millifærslu eða fengið greitt sem inneign.Útborgun með millifærslu: Tekið er 15% þóknun af sölunni og er hagnaðurinn greiddur inná þann reikning sem þú velur.Útborgun sem inneign: Tekið er 10% þóknun af sölunni og er hagnaðurinn greiddur sem inneign í búð, sem þú getur nýtt til að bóka annan bás eða til að versla í vefverslun okkar.
  


Það tekur 1-3 virka daga fyrir greiðsluna að berast.                                           Hlökkum til að sjá ykkur